Pankynhneigð fáni

Þessi er næstum eins og Tomma og Jenna ísinn á litinn! En hann er samt mun þokkafyllri enda táknar hann öll pan-systkini okkar. Hversu fallegt? Athugið að handfáni er á tréstöng og borðfánar eru með plaststöng. Stór fáni er sá sem hentar á flestar gerðir fánastanga.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , , , , ,

Lýsing

Hvað er Pankynhneigð?

Pankynhneigð manneskja hrífst af fólki af öllum kynjum, konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Það þýðir þó ekki endilega að pankynhneigðir hrífist jafn mikið af öllu fólki. Pankynhneigt fólk getur haft sterkari tilhneigingu til að hrífast af fólki af tilteknu kyni fremur en öðru. Sumir kjósa að skilgreina pankynhneigð sem svo að fólk hrífist af persónuleika fólks óháð kyni. Til marks um það er pankynhneigð stundum kölluð persónuhrifning. Aðrir tengja ekki við þá skilgreiningu og segja kynið vissulega skipta sig máli þótt þeir hafi þann hæfileika að geta hrifist af öllum kynjum.