Polyamory fáni

900 kr.

Ég er eins og ég er, og hvernig á ég ekki að vera með fullt af fólki? Sum eiga einn maka, sum tvo…og önnur marga? Eða kannski ekki einu sinni maka heldur bara fólk sem það vill vera með án þess að skilgreina eitthvað frekar. Með samþykki og upplýsingu er allt mögulegt. Athugið að handfáni er á tréstöng og borðfánar eru með plaststöng. Stór fáni er sá sem hentar á flestar gerðir fánastanga.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , , , , ,

Lýsing

Hvað er Polyamory?

Fjölástir eru sambandsform þar sem fólk er í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum með fleiri en einum aðila í einu. Grundvallaratriði í fjölástum eru opin samskipti þar sem fólk ákveður reglurnar fyrir sín sambönd sjálft í fullu samráði við alla aðila. Fjölásta sambönd geta tekið á sig margvíslegar myndir. Ein manneskja getur átt í sambandi við tvo aðila en þeir tveir aðilar ekki við hvorn annan en þá er talað um V samband. Einnig eru til þríhyrnings-sambönd þar sem þrír aðilar eru í sambandi hver með öðrum. Í fjölásta samböndum er framhjáhald skilgreint sem hvers konar brot á þeim samingi sem þú gerðir við það fólk sem þú ert í sambandi með.