Lýsing
Hvað er kynsegin?
Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans.
Athugið að hér er ekki verið að vísa til líffræðilegra kyneinkenna fólks heldur kynvitundar, þ.e.a.s. upplifunar fólks af kyni sínu