Vefverslun okkar er lokuð vegna uppfærslu.

Regnbogafáni

1.900 kr.3.900 kr.

Þessi klassíski sem við öll þekkjum svo vel. Athugið:

  • Handfáni er á tréstöng
  • Borðfánar eru með plaststöng
  • Stór fáni hentar á flestar gerðir fánastanga
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Sagan á bakvið fánann

Gilbert Baker

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á þrjátíu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið var helsta auðkenni réttindabaráttunnar. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna.

Tákn sýnileikans

Virðing

Gilbert Baker notaði upphaflega átta liti í fánann sinn; bleikan, rauðan, appelsínugulan, gulan, grænan, bláan, indigo og fjólubláan

Indigo og hot-pink litirnir voru fjarlægðir svo að tala randanna yrði jöfn, þrír litir hvorum megin.